121 fíkniefnamál á þremur hátíðum

Innpakkað amfetamín,
Innpakkað amfetamín, Ljósmynd/Tollgæslan

Alls kom upp 121 fíkniefnamál á þremur hátíðum árið 2014. Flest þeirra á Þjóðhátíð, samkvæmt svari innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, við fyrirspurn þingsmanns Pírata, Helga Hrafns Gunnarssonar.

Um var að ræða Sónar 2014, Secret Solstice hátíðina 2014 og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2014.

Alls voru fíkniefnabrotin 31 talsins á Sónar og fengu flest þeirra sektarmeðferð í kerfinu þar sem sekt var greidd. 21 fór á sakaskrá vegna þessara brota. Mest var haldlagt af amfetamíni eða 15 grömm. Þrjú grömm af maríjúana voru haldlögð en um vörslu var að ræða í öllum tilvikum ekki sölu.

Á Secret Solstice komu upp 39 fíkniefnamál í fyrra. Þar af voru tvö tengd fíkniefnasölu en 37 vörslu. 31 mál fór í sektarmeðferð og fóru þeir einstaklingar á sakaskrá. Í sex málum var ákært. Á hátíðinni var lagt hald á 38 e-töflur og 11 grömm af kókaíni. Eins var lagt hald á 11 grömm af maríjúana og 8 grömm af amfetamíni.

Á Þjóðhátíð í fyrra voru fíkniefnamálin 51 talsins. Þar af fóru sex þeirra í ákærumeðferð og 33 mál 30 einstaklinga í sektarmeðferð og eru brotin skráð í sakaskrá þeirra.

Þar var lagt hald á 26 grömm af amfetamíni og 23 grömm af maríjúana. 13 grömm af kókaíni voru haldlögð á Þjóðhátíð í fyrra. 

Fyrirspurnin og svör í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert