Spyr hvort reglur forsætisnefndar hafi verið brotnar

Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir því að forseti Alþingis úrskurði hvort reglur forsætisnefndar um fundi fastanefnda Alþingis eða fundargerðir þeirra hafi verið brotnar.

Jón Þór sendi forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni, og forsætisnefnd samantekt athugasemda sem hann gerði við fundargerðir umhverfis- og samgöngunefndar eftir að nefndarritari sendi þær á nefndarmenn og óskaði eftir athugasemdir. „Þær fóru ekki allar í fundargerðirnar,“ segir Jón Þór um athugasemdir sínar.

„Málið varðar þingsályktunartillögu Pírata um jafnt aðgengi að internetinu sem meirihluti nefndarinnar setti sig upp á móti að væri afgreitt úr nefndinni,“ skrifar Jón Þór í bréfi sínu til forseta Alþingis og forsætisnefndar. 

 „Ég ráðfærði mig við forstöðumann nefndarsviðs Alþingis sem staðfesti að athugasemdirnar væru réttmætar samkvæmt lögum og reglum um fundargerðir fastanefnda Alþingis.“

Jón Þór bendir einnig á að fundargerðir nefndarfunda eru þeim mun mikilvægari „þar sem landsmönnum er meinað að fylgjast með fundum fastanefnda Alþingis, en þar fer fram mesta málefnalega umræðan um lögin sem landsmönnum er gert að fylgja.“

Í bréfi sínu lætur Jón Þór fylgja hlekk á þriggja mínútna myndbrot um mikilvægi fundargerða úr þáttaröð BBC, Já ráðherra. Myndbrotið má sjá hér að neðan.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/85fx0LrSMsE" width="420"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert