Tíu framúrskarandi

Þau tíu sem eru tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar.
Þau tíu sem eru tilnefnd til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar.

Tíu framúrskarandi ungir Íslendingar eru tilnefndir til verðlaunanna Framúrskarandi ungir Íslendingar sem verða veitt á fimmtudaginn.

  • Eva Brá Önnudóttir baráttukona í málefnum námsmanna
  • Georg Lúðvíksson stofnandi Meniga
  • Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður
  • Helgi Sveinsson heimsmeistari í spjótkasti
  • Katrín Tanja Davíðsdóttir heimsmeistari í crossfit
  • Kristín Sveinsdóttir óperusöngkona
  • Kristjana Ásbjörnsdóttir doktor í faraldsfræðum
  • Rakel Garðarsdóttir hugsjónakona um umhverfismál
  • Snædís Rán Hjartardóttir baráttukona um mannréttindi
  • Ævar Þór Benediktsson leikari og vísindamaður

Verðlaunin eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni segir í tilkynningu en á hverju ári auglýsir JCI eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer síðan yfir tilnefningar og velur úr einn verðlaunahafa.

Dómnefndina í ár skipa þau Kjartan Hansson landsforseti JCI, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona og pólfari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert