Útvarp Saga: Treystir þú múslimum?

Skjáskot af vef Útvarps Sögu

Á heimasíðu Útvarps Sögu er nú skoðanakönnun þar sem fólk er beðið að svara hvort það treysti múslimum.

Valmöguleikarnir eru þrír: Já, nei og hlutlaus.

Í morgun hafa margir rætt þetta á samfélagsmiðlum, m.a. Facebook. „Til hamingju Útvarp Saga. Þetta hlýtur að vera einhverskonar met í lágkúru. Og heimsku. Og fáfræði. Og heimóttarhætti. Og rasisma. Og mannvonsku,“ skrifar t.d. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar en færslu hans um málið hefur verið deilt yfir hundrað sinnum frá því að hún var sett inn um kl. 11 í morgun. 

Á heimasíðu Útvarps Sögu má smella á „tölfræði“, sum sé stöðu könnunarinnar. Kl. 13.16 í dag höfðu 850 svarað könnuninni. 390 segjast ekki treysta múslímum en fleiri segjast gera það eða 434.

Útvarp Saga hefur oft verið sakað um að ala á fordómum. 

Til hamingju Útvarp Saga. Þetta hlýtur að vera einhverskonar met í lágkúru. Og heimsku. Og fáfræði. Og heimóttarhætti....

Posted by Snæbjörn Ragnarsson on Saturday, September 19, 2015

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert