Flóttafólk á Íslandi

260 hafa sótt um vernd í ár

í gær Alls sóttu 223 einstaklingar um alþjóðlega vernd hér á landi á fyrsta ársfjórðungi og er það rúmlega 60% fjölgun milli ára. Það sem af er aprílmánuði hafa um 40 einstaklingar sótt um vernd og er heildarfjöldi umsókna á fyrstu 15 vikum ársins því kominn yfir 260. Flestir þeirra eru af Balkanskaganum. Meira »

Starfsskilyrði lögmanna forkastanleg

9.4. Starfsskilyrði lögmanna eru forkastanleg þegar kemur að meðferð innflytjendamála. Þetta sagði Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, á fundi félagsins á föstudag. Benti hann á að þegar lögmenn fái mál hælisleitenda í hendur sé kærunefnd yfirleitt þegar búin að úrskurða í málum þeirra. Meira »

Ungir Píratar ósáttir við aðbúnað flóttafólks

30.3. Ungir Píratar krefjast þess að íslensk stjórnvöld og Útlendingastofnun bæti aðstöðu flóttafólks og hælisleitenda hér á landi. Meira »

„Ég á ekkert heimili í dag“

19.3. Tæpt ár er nú liðið síðan Nígeríumanninum Eze Okafor var vísað úr landi á meðan umsókn hans um hæli hér af mannúðarástæðum yrði tekin fyrir. Enn hafa engin svör borist frá Útlendingastofnun. Hann biðlar til Íslendinga um að standa með sér og öðrum í sömu sporum. Meira »

645 kvótaflóttamenn frá árinu 1956

14.3. Ísland hefur tekið á móti 645 kvótaflóttamönnum frá árinu 1956, þar af 194 síðasta áratuginn. 96 kvótaflóttamenn hafa komið hingað síðan í september 2015 þegar ríkisstjórnin samþykkti að verja tveimur milljörðum króna til flóttamannamála. Meira »

Flóttamenn þurfa meiri íslenskukennslu

5.3. Um 10 árum eftir að kólumbískar konur komu til Reykjavíkur sem kvótaflóttamenn árin 2005 og 2007 með börnum sínum var helmingur þeirra orðinn óvinnufær. Innan fárra mánaða eftir komuna voru þær allar komnar með vinnu en um fimm árum síðar tók að halla undan fæti fyrir sumar. Meira »

Mæðgurnar fá hæli á Íslandi

2.3. Af­gönsku mæðgurn­ar Torpikey Farrash og Mariam Raísi, fengu í gær hæli og vernd á Íslandi. Þær hafa verið á flótta í fjölmörg ár en þeim var neitað um hæli hér á landi af Útlendingastofnun í ágúst í fyrra. Konur úr ólíkum áttum hafa frá því í fyrra barist fyrir því að mæðgurnar fengju vernd hér. Meira »

Vilja kynnast íslenskum fjölskyldum

27.2. „Þú ferð ekki bara í næsta hús og biður fólk um að fara að hanga með þér. En ég myndi vilja kynnast íslenskri fjölskyldu,“ segir maður sem kom hingað á eigin vegum og sótti um vernd. Rætt er við flóttafólk sem hingað hefur komið í nýrri skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Meira »

Útlendingastofnun verði lögð niður

27.2. Gert er ráð fyrir því að Útlendingastofnun verði lögð niður í núverandi mynd í tillögum til úrbóta sem sem kynntar eru í nýrri skýrslu Alþjóðamálastofnunar. Eins verði flóttamannanefnd og innflytjendaráð lagt niður og í staðin verði sett ný stofnun útlendinga- og innflytjendamála á laggirnar. Meira »

Rúm 30% telja of fáum veitt hæli

23.2. 30,9% telja of litlum fjölda flóttamanna vera veitt hæli hér á landi, 45% telja fjöldann hæfilegan og 24,1% telja hann of mikinn. Þetta kemur fram í könnun MMR á því hvort Íslendingum finnst fjöldi flóttafólks sem fær hæli á Íslandi vera of mikill, hæfilegur eða of lítill eins og staðan er í dag. Meira »

Vanáætlað í fjárlögum

14.2. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að verið sé að tryggja viðbótarfjármagn fyrir kærunefnd útlendingamála svo starfsemi nefndarinnar dragist ekki saman. Í tilkynningu frá kærunefnd í gær kom fram að 13 af 19 starfsmönnum hennar muni að óbreyttu láta af störfum í lok næsta mánaðar. Meira »

Staða Amirs ekki nægilega viðkvæm

5.2. Hælisleitandanum Amir Shokrgozar var vísað frá Íslandi til Ítalíu á föstudaginn. Amir er frá Íran en flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. Umsóknum hans um hæli hefur verið synjað bæði af Útlendingarstofnun og kærunefnd útlendingamála á þeim grundvelli að Amir er með dvalarleyfi á Ítalíu. Meira »

Leyfum Amir að koma aftur heim

4.2. Stjórn SOLARIS – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hvetur íslensk yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að vísa hælisleitendanum Amir Shokrgozar frá Íslandi til Ítalíu og leyfa honum að snúa til baka til Íslands þar sem hann á heima. Meira »

Flóttafólk á Íslandi boðið velkomið

3.2. Íslandsdeild Amnesty International hefur birt myndskeið sem ber heitið #Velkomin á samfélagsmiðlum en það er hluti af herferð samtakanna til stuðnings flóttafólki. Meira »

Ekkert að íslenskri veðráttu

2.2. Sýrlensk fjölskylda, sem kom hingað til lands fyrir ári og býr á Akureyri, hefur ekkert út á íslenska veðráttu að setja. Þau eru hamingjusöm á Íslandi því þar eru þau örugg. AFP fréttastofan heimsótti flóttafólk sem býr á Íslandi í vikunni. Meira »

„Verst að geta ekki hjálpað þeim“

16.4. Á annað hundrað almennir borgarar voru drepnir í einni árás í Sýrlandi í gær. Á hverjum degi deyja þar börn og fullorðnir sem enga sök eiga á stríðinu. Khatt­ab al-Mohammad flúði ásamt fjölskyldu sinni heimalandið fyrir fimm árum og hélt að þau myndu snúa fljótlega heim til Aleppo. Raunin er önnur. Meira »

Kristján stýrir nefnd um málefni flóttafólks

4.4. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nefnd sem kortleggja á núverandi þjónustu við þá sem fengið hafa stöðu flóttafólks eftir hælismeðferð og gera tillögu að samræmdu móttökukerfi fyrir flóttafólk. Kristján Sturluson er formaður nefndarinnar. Meira »

196 umsækjendur fluttir úr landi

25.3. Á þessu ári hafa 196 umsækjendur um alþjóðlega vernd (áður kallaðir hælisleitendur) verið fluttir frá Íslandi.  Meira »

Ömurlegt afmæli

15.3. Stríðið í Sýrlandi hefur geisað í sex ár í dag. Ömurlegur afmælisdagur, segir Anna Shea, lögfræðingur hjá Amnesty International. Hún segir að samningur Evrópusambandsins við Tyrkland sé brot á lögum og ef afstaða ESB breytist ekki mun flóttamannasáttmáli SÞ líða undir lok. Meira »

Um 170 umsóknir komnar

11.3. „Þetta fólk getur ekki snúið aftur heim því ástandið í Írak virðist fara versnandi. Ef önnur lönd halda áfram að synja þessum hópi um hæli má búast við að þeir komi í meira mæli hingað,“ segir Arndís A.K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins. Meira »

Óttast synjun en halda samt í vonina

3.3. Þau börn sem hingað koma sem hælisleitendur hafa mörg verið á flótta í langan tíma og Ísland er jafnvel þriðja eða fjórða viðkomulandið, eftir að hafa fengið synjun annars staðar. Börnin eru líka oft meðvituð um að þeim verður líklega einnig synjað um vernd hér á landi, en halda samt í vonina. Meira »

Fordómar beinast gegn múslimum

28.2. Orðræða á Íslandi sem ber vitni um kynþáttafordóma hefur aukist og hefur á undanförnum árum aðallega beinst að múslimum. Þetta er áhyggjuefni að mati Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi. Evrópuráðið birti í dag skýrslu um kynþáttafordóma á Íslandi. Meira »

Var hent út á götu

27.2. „Þegar mál mitt hlaut jákvæða niðurstöðu var mér bókstaflega hent út á götu eða í gistiskýlið fyrir heimilislausa og ég var bara beðinn um að finna mér húsnæði. Þetta var það sem mér reyndist erfitt,“ segir maður sem hér hefur fengið alþjóðlega vernd. Meira »

Svöruðu ekki könnun vegna ótta

27.2. Aðeins 15% flóttafólks sem hér hafa sest að svöruðu nýrri könnun sem gerð var á högum stöðu flóttamanns/alþjóðlega vernd á Íslandi á árunum 2004-2015. Helsta ástæðan fyrir lélegu svarhlutfalli var ótti fólks við að svör þeirra færu lengra eða væru notuð gegn þeim. Meira »

Munu tryggja hraða málsmeðferð

15.2. „Þessi staða kemur okkur í raun mjög á óvart því við töldum að við myndum fá það sem við báðum um og var mjög hóflegt, þ.e. tæplega 300 milljónir króna sem myndu duga til að halda málsmeðferðartíma undir 90 daga viðmiðinu.“ Meira »

Ef þetta eru lögin þarf að breyta þeim

11.2. Ef þetta var framkvæmt samkvæmt lögum þarf að breyta lögunum, segir Andri Snær Magnason rithöfundur um brottflutning Amir Shokrgozar, íransks hælisleitanda, sem var fluttur úr landi til Ítalíu 3. febrúar. Meira »

„Fannst ég fljúga“

5.2. Einskær gleði. Endalaust þakklæti. Ahmadi-fjölskyldan getur vart lýst létti sínum og ánægju með orðum. Eftir að hafa flúið til Íslands undan árásum talibana í Afganistan hefur bjartur vonarneisti kviknað. „Loksins komu góðar fréttir. Mér fannst ég fljúga þegar ég fékk svarið,“ segir Ali Ahmad. Meira »

Andri Snær: Við erum líka Trump

4.2. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason segist ekki ætla að mæla styggðaryrði um Donald Trump fyrr en Amir Shokrgozar, samkynhneigður Írani sem var vísað frá Íslandi, verður kominn í fang kærasta síns. „Við erum nefnilega líka Trump,“ segir Andri Snær. Meira »

Brottvísun stefnir Amír í hættu

2.2. Samtökin ’78 og Solaris-samtökin skora á stjórnvöld að standa við skuldbindingar sínar hjá Sameinuðu þjóðunum um að taka tillit til stöðu hinsegin flóttafólks og hælisleitenda. Í tilkynningu er meðal annars vísað til íransks hælisleitanda hér á landi sem vísa á úr landi. Meira »

Enn bíður Eze

31.1. „Þessi bið er mjög erfið fyrir mig. Ég fer ekki út úr húsi. Sænsk yfirvöld hafa ákveðið að senda mig aftur til Nígeríu. Ég hræðist það mjög,“ segir Eze Okafor sem sótti um hæli á Íslandi en var sendur til Svíþjóðar á síðasta ári á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Eze vill ekki gefa sig fram við sænsk yfirvöld af ótta við að vera sendur aftur til heimalandsins. Meira »