Forystukonur fjársöfnunar kærðar

Samstöðuganga með Palestínu.
Samstöðuganga með Palestínu. mbl.is/Arnþór

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur framsent kæru sem embættinu hefur borist til héraðssaksóknara „til þóknanlegrar meðferðar“ eins og komist er að orði, en hinir kærðu eru þær Sema Erla Serdaroglu og María I.Þ. Kemp.

Þær hafa verið í forsvari fyrir fjársöfnun Solaris-samtakanna sem ætlað er að kosta brottflutning Palestínumanna frá Gasa-svæðinu. Í bréfi lögreglustjóra til héraðssaksóknara sem Morgunblaðið hefur undir höndum segir að sakarefni málsins kunni m.a. að varða við ákvæði almennra hegningarlaga þar sem kveðið er á um bann við mútum til erlendra opinberra starfsmanna. Slíkt athæfi er refsivert og kann að varða allt að þriggja ára fangelsi.

Í kærunni segir m.a. að hún sé lögð fram vegna meintrar refsiverðrar háttsemi fyrrgreindra kvenna við téða fjársöfnun. Kæran er dagsett 4. mars sl.

„Eftir að athygli var vakin á hinni meintu ólögmætu söfnun í Morgunblaðinu hefur kynningu á henni verið breytt og „Solaris“ sagt ábyrgðaraðili fyrir söfnunina,“ segir í kærunni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert