Loftleiðir fljúga með pílagríma

Vél frá Loftleiðum Icelandic.
Vél frá Loftleiðum Icelandic. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, tekur þátt í pílagrímaflugi í Sádi-Arabíu næstu vikurnar.

Liðin eru um þrjátíu ár síðan félag úr Icelandair-samstæðunni stundaði pílagrímaflug, fyrir utan verkefni sem Loftleiðir tóku að sér fyrir nígerískt flugfélag fyrir átta árum. Önnur íslensk flugfélög hafa sinnt þessum markaði.

Pílagrímaflugið er fyrir Saudi Arabian Airlines, ríkisflugfélag Sádi-Arabíu. Flugmenn Icelandair fljúga vélinni og ein flugfreyja stjórnar þjónustunni um borð. Þarlendar flugfreyjur bætast í hópinn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert