Bókstafstúlkun þvert á stjórnarskrá

Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku.
Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku.

Ef lagaákvæði um skipan í hæfnisnefnd hæstaréttardómara er skilin bókstaflega eins og Lögmannafélags Íslands (LMFÍ) gerir stangast það á við jafnréttisákvæði stjórnarskrár og jafnréttislög, segir Kristrún Elsa Harðardóttir, formaður Félags kvenna í lögmennsku. Félagið harmar afstöðu LMFÍ að jafnréttislög gildi ekki við skipun nefndarinnar.

Lögmannafélag Íslands er einn fjögurra aðila sem tilnefna menn í dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um störf hæstaréttardómara. Fimm karlmenn sitja nú í nefndinni þrátt fyrir ákvæði jafnréttislaga sem segja að kynjahlutföll skuli vera sem jöfnust í nefndum á vegum ríkisins. Félagið, Hæstiréttur og dómstólaráð telja að dómstólalög gangi framar jafnréttislögum og tilnefningaraðilarnir séu því ekki bundnir af þeim.

Þurfa að túlka lög í samræmi við önnur gildandi lög

Þessa túlkun telur stjórn Félags kvenna í lögmennsku ekki tæka að því er kemur fram í yfirlýsingu. Hún sé til þess fallin að draga úr áhrifum jafnréttislaga á vinnumarkaði sem og annars staðar í samfélaginu yrði henni beitt um fleiri viðlíka sérlög eins og dómstólalög.

„Ef að þessi lög eru skilin á þennan bókstaflega hátt eins og Lögmannafélagið vill skilja þau þá samrýmast þau ekki jafnréttisákvæði stjórnarskrár né jafnréttislögum,“ segir Kristrún Elsa.

Hún telur tillögu sem innanríkisráðuneytið setti fram um að hver tilnefningaraðili veldi tvo kosti, karl og konu, sem ráðuneytið veldi síðan á milli til að tryggja jöfn kynjahlutföll í nefndinni algerlega tæka miðað við núgildandi lög.

„Það eru til margar aðferðir við lagatúlkun. Lög þarf alltaf að túlka í samræmi við önnur gildandi lög. Þú getur ekki túlkað þessi lög í algeru berhöggi við önnur lög sem gilda í landinu, þar á meðal stjórnarskránna. Þá værum við komin á mjög hálan ís,“ segir Kristrún Elsa.

Stjórnvöldum beri að tryggja að nefndin sé skipuð til jafns körlum og konum. Það hvernig það sé útfært sé á hendi stjórnvalda sjálfra. Kristrún Elsa tekur ekki afstöðu til þess hvort að ástæða sé til þess að breyta dómstólalögum til þess að taka af öll tvímæli um hvort jafnréttislög nái til túlkunar þeirra.

Brotið sérlega alvarlegt því aðeins ein kona er dómari við Hæstarétt

Í yfirlýsingu stjórnar Félags kvenna í lögmennsku (FKL) segir ennfremur að hún taki undir með Guðrúnu Erlendsdóttur, fyrrum hæstaréttardómara og heiðursfélaga FKL, um að skipun fimm karlmanna í nefndina sé hreint og klárt brot á jafnréttislögum. Að mati FKL sé brotið sérlega alvarlegt í ljósi þess að í dag er eingöngu ein kona skipuð dómari við Hæstarétt og því einkar mikilvægt að jafna kynjahlutföll á vettvangi þessa æðsta dómstóls landsins.

„Í jafnréttislögum kemur fram að eitt af yfirlýstum markmiðum laganna sé að vinna að jöfnum áhrifum karla og kvenna í samfélaginu. Sú framkvæmd sem viðhöfð hefur verið er varðar skipun í framangreinda nefnd stríðir gegn þessu markmiði laganna með því að skipa eingöngu karla í nefndina og útiloka þar með að konur geti haft áhrif á það hver verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands,“ segir í yfirlýsingunni.

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. Brynjar Gauti
mbl.is

Innlent »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efnis fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

16:56 Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mest fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

„Fólk hefur sýnt okkur mikla ást“

16:07 Þakklæti er efst í huga níg­er­ísku hjónanna Sunday Iserien og Joy Lucky og dótt­ur þeirra Mary sem fengu dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum hér á landi í morgun. Þau hafa dvalið hér á landi í eitt og hálft ár en í september var þeim gert að yfirgefa landið. Meira »

Áfram í haldi vegna peningaþvættis

16:18 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október. Meira »

Rúta náði ekki beygjunni

15:56 Umferðaróhapp varð á Mývatnsöræfum við vestari afleggjarann að Dettifossi þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygjunni. Meira »

Samið um allt nema laun

15:47 Fjórtán aðildarfélög Bandalags háskólamanna, BHM og Samtaka atvinnulífsins, SA, undirrituðu í dag ótímabundinn kjarasamning sín á milli. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi þessara aðila, frá árinu 2011, en er sérstakur að því leytinu til að ekki er þar samið um laun. Meira »

BL innkallar Dacia Duster

15:27 BL hefur tilkynnt um innköllun á Dacia Duster-bifreiðum, en ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að flauta hætti að virka vegna spennumismunar. Meira »

Hvað vilja flokkarnir í utanríkismálum?

14:37 Fríverslun, hernaðarbandalög og kjarnorkuvopn. Utanríkismálin eru kannski ekki mest í umræðunni í aðdraganda þingkosninga en engu að síður skiptir staða Íslands á alþjóðavettvangi miklu máli fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Hvað vilja flokkarnir sem eru í framboði gera í þessum málum? Meira »

Ríkið efli flugsamgöngur til Eyja

13:46 „Við höfum áhyggjur af þessari stöðu eins og við höfum margoft áður lýst yfir. Herjólfur er orðinn gamall og eftir því sem skip verða eldri aukast líkur á alvarlegum bilunum, eins og nú hafa komið upp í Herjólfi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við mbl.is. Meira »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er enn þá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Meira »

Tafir í Ártúnsbrekku eftir árekstur

13:43 Talsverðar umferðartafir eru nú í Ártúnsbrekkunni eftir aftanákeyrslur þar sem þrír bílar lentu í árekstri.  Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
Ukulele
...
Innfluttningur á enn betra verði
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...