Fólki í vanskilum fækkar

Sextándi hver Íslendingur 60-80 ára er í vanskilum.
Sextándi hver Íslendingur 60-80 ára er í vanskilum. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Einstaklingum á vanskilaskrá, sem fyrirtækið Creditinfo heldur utan um, fer fækkandi og hafa þeir ekki verið færri síðan 2011. Þeir voru þannig um 25.800 í byrjun mánaðarins, eða um 1.400 færri en árið áður.

Nokkrum vikum fyrir efnahagshrunið 2008 voru um 15.800 á vanskilaskrá. Þeim fjölgaði svo ár frá ári og urðu flestir 2013 þegar ríflega 28 þúsund manns voru á skránni.

Athygli vekur að nú fækkar markvert á skránni milli ára í öllum aldurshópum fram að sextugu. Hjá 60 til 80 ára er hins vegar lítilsháttar aukning og eru nú tæplega 3.300 á þeim aldri á vanskilaskrá, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þett aí Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert