Sérðu biðskylduskiltið?

Á þessu götuhorni við Sogaveg er biðskylda, sérðu það ekki? Jú, skiltið er þarna það bara sést ekki frá því sjónarhorni sem skiptir mestu máli. Mikill vöxtur gróðurs á undanförnum áratugum á höfuðborgarsvæðinu hefur víða orðið til þess að umferðarmerkingar sjást illa. 

Þessi garðaeigandi á líklega von á bréfi frá borginni á næstunni þar sem hann verður hvattur til að snyrta gróðurinn. Verði ekkert að gert munu borgarstarfsmenn sjá um klippingar á kostnað eigandans en nú fara þeir um borgina og kanna ástand gróðurs við lóðarmörk.

Á undanförnum árum hefur þetta verið viðavarandi vandamál og nokkur ár eru síðan borgin byrjaði að beina því til borgarbúa að þeir gæti að vexti gróðurs á borgarmörkum.

Í tilkynningu frá borginni segir:

Eftirfarandi atriði ættu garðeigendur að hafa í huga:

  • Umferðarmerki  séu sýnileg.
  • Gróður byrgi ekki götulýsingu.
  • Gangandi og hjólandi eigi greiða leið um gangstíga.
  • Þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar.
  • Yfir akbrautum má gróður ekki slúta niður fyrir 4,2 metra og gildir þessi hæðarregla einnig þar sem sorphirðubílar, slökkvilið og sjúkrabílar þurfa að komast eftir stétt eða stíg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka