Gengið út frá að kveikt hafi verið í

Slökkviliði að störfum í Írabakka á örðrum tímanum í nótt.
Slökkviliði að störfum í Írabakka á örðrum tímanum í nótt. mbl.is/Júlíus

Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kviknaði í kjallara í stigagangi við Írabakka í Breiðholti í nótt. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. „Við teljum svo vera og gengið er út frá því,“ segir hann.

Upptök eldsins voru í kjallara stigagangsins, en Heimir segir að kviknað hafi í dýnum og öðru rusli sem þar hafi verið. Hann segir að voðalega lítið sé hægt að segja um málið að öðru leyti, en að rannsókn muni halda áfram. Þannig hafi tæknideild lögreglunnar skoðað ummerki á staðnum og rætt hafi verið við íbúa.

Aðspurður hvort húsið sé íbúðahæft sem stendur segir Heimir svo vera. Aftur á móti hafi átt að gera allt húsið upp, en Félagsbústaðir eru aðaleigandi íbúða í blokkinni. Segir hann að flestir íbúarnir hafi verið við það að flytja út vegna þess.

Vaknaði við svaka öskur úti

Þurftu að finna annan næturstað

Búið er að slökkva eld­inn

Eld­ur í kjall­ara fjöl­býl­is­húss

Slökkviliðið að störfum í Írabakka.
Slökkviliðið að störfum í Írabakka. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert