Þurftu að finna annan næturstað

Slökkviliðið að störfum í Írabakka.
Slökkviliðið að störfum í Írabakka. mbl.is/Júlíus

 Einn var fluttur á sjúkrahús eftir eldsvoða í Írabakka í nótt en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Íbúar hússins fengu ekki að fara í íbúðir sínar að loknu slökkvistarfi og þurftu að finna sér annan næturstað. Eldsupptök eru ókunn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Tilkynnt um eld i þriggja hæða fjölbýlishúsi í Breiðholti skömmu fyrir klukkan hálf tvö í nótt.  Eldurinn reyndist í kjallara og anddyri.  Er slökkvilið var búið að slökkva var íbúum hjálpað úr íbúðum sínum  í strætisvagn er slökkvilið hafði til afnota en íbúar voru flestir komnir út á svalir meðan slökkvistarf stóð yfir. 

Búið er að slökkva eldinn

Eldur í kjallara fjölbýlishúss

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert