Björguðu kvígu á kafi úr haughúsi

Kýrin dregin upp úr haughúsinu.
Kýrin dregin upp úr haughúsinu. Ljósmynd/Landsbjörg

„Það er ekki hægt að vera með neinn pempíuskap þegar belja fellur í haughús,“ segir í færslu á facebooksíðu Landsbjargar um björgunarafrek liðsmanna Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga.

Þar segir að kvígan sem féll ofan um gat niður í haughús hafi verði hífð upp sömu leið. „Frekar erfitt er að koma böndum á svona gripi sem vigta líklega um 450 kg þegar þeir eru á kafi í mykju. Varð líklega ekki meint af nema hún var skítug upp fyrir haus og okkar menn líka,“ er haft eftir björgunarmönnum á facebooksíðu Landsbjargar.

Það er ekki hægt að vera með neinn pempíuskap þegar belja fellur í haughús. Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga: "Hífð...

Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Thursday, October 1, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert