Vill taka á kynjahalla innan SÞ

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fékk HeForShe verðlaunin fyrr á árinu.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fékk HeForShe verðlaunin fyrr á árinu. Ljósmynd/UN Women/Ryan Brown

Gunnar Bragi Sveinsson tímabært að taka á kynjahalla innan Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í ræðu hans á allsherjarþingi SÞ í dag.

„Eftir árangursríkt tímabil með átta karla í stöðu framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, þá er kominn tími á að kvenkyns kandídatar komi alvarlega til greina í stöðuna.

Það sama gildir um forseta allsherjarþingsins. Kynjahalla í æðstu embættum SÞ verður að mæta til þess að auka trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni.

Þá sagði hann að ísland myndu halda jafnréttismálum á lofti og lagði áherslu á HeforShe jafnréttisátakið og Rakarastofur sem beinast frekar að karlmönnum og þeirra ábyrgð í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert