Risavaxinn ristill Bleiku slaufunnar

Sunna Guðlaugsdóttir, meltingarlæknir, inni í ristlinum í Smáralind þar sem …
Sunna Guðlaugsdóttir, meltingarlæknir, inni í ristlinum í Smáralind þar sem sjá má sepa, eðlilega og bólgna slímhúð og krabbamein í hreinum ristli. mbl.is/Styrmir Kári

„Þú labbar inn í ristilinn og getur heilsað eðlilegri slímhúð, svo rekstu á sepa og heilsar honum. Næst kemur: varúð – þetta þarf að fjarlægja, ásamt því að þú sérð bólgna slímhúð. Svo heilsarðu líka á endanum krabbameininu.“

Þetta segir Sunna Guðlaugsdóttir, meltingarlæknir, í Morgunblaðinu í dag um risavaxið líkan af raunverulegum ristli sem finna má fyrir framan verslun Debenhams í verslunarmiðstöðinni Smáralind.

Er þetta hluti af árveknisátakinu Bleika slaufan, sem ýtt var úr vör í byrjun októbermánaðar. Fólk getur gengið inn í ristilinn og séð það sem læknarnir sjá þegar verið er að skima eftir krabbameini í ristli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert