Magnús biðst lausnar frá störfum

Frá Siglufirði.
Frá Siglufirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Magnús Jónasson, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar mun óska eftir lausn frá störfum á aukafundi bæjarstjórnarinnar á morgun. Á vefsíðu Fjallabyggðar kemur fram að á morgun verði haldinn sérstakur bæjarstjórnar þar sem fyrsta mál á dagskrá er ósk um lausn frá störfum og samkvæmt heimildum mbl.is er um Magnús að ræða. Magnús var handtekinn í síðustu viku ásamt öðrum manni en þeir eru grunaðir um fjárdrátt  hjá Spari­sjóði Siglu­fjarðar.

Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, sagði í sam­tali við mbl.is í síðustu viku að um um­tals­verðar fjár­hæðir er að ræða og teyg­ir málið sig yfir nokk­urra ára tíma­bil. 

Fyrri frétt mbl.is:

Um umtalsverðar fjárhæðir að ræða

Framhaldið skýrist eftir helgi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert