Aðgerðir gegn verktöku

Rio Tinto Alcan á álverið í Straumsvík.
Rio Tinto Alcan á álverið í Straumsvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Á hádegi í dag munu stéttarfélög um allan heim grípa til aðgerða til þess að krefjast öruggra starfa hjá álfyrirtækinu Rio Tinto.

Segja félögin að Rio Tinto sé í auknum mæli að nýta sér lausráðna starfsmenn til vinnu um allan heim. Vinna lausráðinna starfsmanna teljist t.d. vera tímabundin, óformleg verktakavinna sem oftast sé lágt launuð og utan kjarasamninga. Rio Tinto rekur álverið í Straumsvík.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir í Morgunblaðinu í dag, að fólk komi saman í dag til að sýna samstöðu en kröfur starfsfólks og stéttarfélaga hjá Rio Tinto um allan heim séu m.a. að fyrirtækið hætti að skipta út fastráðnum starfsmönnum fyrir lausráðið fólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert