Skipverjarnir komnir á land

Af strandstað við Eyri við Álftanes
Af strandstað við Eyri við Álftanes Ljósmynd Daníel Eyþór Gunnlaugsson.

  Skipverjar báts sem strandaði við Eyri við Álftanes í morgun eru komnir í land og verið er að tryggja bátinn á strandstað þar sem fjarar hratt undan honum. Reyna á að ná honum á flot á næsta flóði sem verður um kvöldmatarleytið, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björg­un­ar­sveit­ir á höfuðborg­ar­svæðinu voru kallaðar út rétt fyr­ir klukk­an hálf­níu þegar til­kynn­ing barst um að bát­ur væri strandaður við Eyri við Álfta­nes.

Nokk­ur viðbúnaður var í upp­hafi en fljót­lega kom í ljós að eng­in hætta steðjaði að skip­verj­un­um tveim­ur er voru um borð. 

Af strandstað við Eyri við Álftanes í morgun.
Af strandstað við Eyri við Álftanes í morgun. Ljósmynd Daníel Eyþór Gunnlaugsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert