Njósnari um borð í Esju

Sigurður Haraldsson, nú 86 ára, var á tólfta ári haustið …
Sigurður Haraldsson, nú 86 ára, var á tólfta ári haustið 1940 þegar hann sigldi með Esjunni heim til Íslands frá Petsamo í Norður-Finnlandi ásamt föður sínum, stjúpmóður, systur og fjölda annarra Íslendinga. mbl.is/Golli

Bresk hernaðaryfirvöld og íslensk stjórnvöld gerðu með sér leynisamkomulag um að farþegar strandferðaskipsins Esju á heimleið frá Petsamo í Norður-Finnlandi skyldu koma til rannsóknar í breskri höfn áður en skipið færi til Íslands.

Tilgangurinn var að finna hugsanlega útsendara Þjóðverja meðal farþega. Þetta segir dr. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem kannað hefur skjöl um hina sögufrægu Petsamoför haustið 1940, í Morgunblaðinu í dag.

Þrír farþeganna voru handteknir og fluttir til Bretlands, en síðan sleppt. Bretarnir vissu hins vegar ekki að einn farþeganna sem fór óáreittur frá borði í Reykjavík, Gunnar Guðmundsson frímerkjakaupmaður (1917-2010), var njósnari þýska hersins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert