Þingmenn í viðbragðsstöðu

Þingmenn stjórnarflokkanna eru í viðbragðsstöðu vegna haftamálanna. Aðrir þingmenn bíða …
Þingmenn stjórnarflokkanna eru í viðbragðsstöðu vegna haftamálanna. Aðrir þingmenn bíða væntanlega einnig úrslitanna spenntir. mbl.is/Golli

Þingmenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, fengu þau boð frá forystu flokkanna snemma í gærmorgun, að vera viðbúnir því að vera kallaðir á þingflokksfundi fyrirvaralítið, eða fyrirvaralaust, til þess að fjalla um lagafrumvörp um afnám hafta.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, er staða málsins sú, að ríkisstjórnin bíður umsagnar Seðlabankans, um beiðni slitastjórnar Glitnis um að stór hluti stöðugleikaframlags búsins verði fólginn í því að íslenska ríkið eignist Íslandsbanka að fullu.

Vinna við mat á beiðninni mun hafa dregist í Seðlabankanum, en búist var við að Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, fengi umsögn bankans í hendur fyrir helgi, en af því varð ekki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert