Ferðist ekki til Sínai-skaga af óþörfu

Farþegaþotur á flugvellinum í Sharm el-Sheikh
Farþegaþotur á flugvellinum í Sharm el-Sheikh AFP

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðum til Sharm el Sheikh og til annarra áfangastaða á Sínai-skaga vegna ótryggs ástands þar.

Ráðuneytið hvetur fólk ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. Norðurlandanna.

Aym­an al-Muqaddam, yf­ir­maður alþjóðlegs teym­is sem rann­sak­ar hvers vegna rúss­nesk Metrojet-farþegaþota fórst á Sín­aískaga í Egyptalandi 31. októ­ber sl. með þeim af­leiðngum að all­ir 224 um borð lét­ust, seg­ir að enn sé of snemmt að full­yrða nokkuð um það hvað olli því að vél­in hrapaði til jarðar.  Hann seg­ir að all­ar mögu­leg­ar sviðsmynd­ir séu til rann­sókn­ar, að því er seg­ir á vef BBC.

At­vikið gerðist skömmu eft­ir flug­tak frá Sharm el-Sheikh, sem er vin­sæll ferðamannastaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert