Æfðu í 40 mínútur á dag í fimm ár

Guðmundur Björgvinsson var á dögunum valinn knapi ársins eftir að hafa bæði orðið Íslandsmeistari og heimsmeistari í fjórgangi á Hrímni frá Ósi en Guðmundur hafði unnið með hestinn daglega í fimm ár. Nú þegar Hrímnir hefur verið seldur úr landi leitar Guðmundur að nýjum hesti fyrir næstu heimsleika.

mbl.is hitti Guðmund á dögunum í reiðhöllinni hjá Spretti í Kópavogi þar sem hann var að prufa nýjan fola en hann rekur hrossabú á Efri Rauðalæk skammt frá Hellu ásamt Evu konu sinni. Þar eru þau með 43 stíur sem hann segir að séu nánast undantekningarlaust fullar og vinnudagarnir eru langir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert