Fé skortir í reksturinn

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég hef áhyggjur vegna fjárlagafrumvarpsins sem liggur fyrir,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í samtali við Morgunblaðið.

Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld sjúkrahússins á næsta ári verði nánast sléttir 50 milljarðar kr. Forstjórinn segir að þegar horft sé fram í tímann lítist sér ekki á blikuna. Bæði skorti fé til sóknar og óbreytts rekstrar.

Þegar líðandi ár er gert upp mun rekstur Landspítalans standa á pari við fjárlög, sem er sambland af áhrifum verkfalla og sífelldrar endurskoðunar á starfseminni. Þegar horft er til næsta árs mun staðan hins vegar þrengjast og Páll segir að óbreytt fjárlagafrumvarp ársins 2016 dugi væntanlega ekki sjúkrahúsinu í þau verkefni sem því ber að sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert