Komust ekki til útlanda í morgun

Ljósmynd/Isavia

Lögreglan á Suðurnesjum fékk tvo símtöl í morgun frá farþegum sem voru á leið til Norðurlandanna en þar sem þeir voru með framlengd vegabréf komust þeir ekki leiðar sinnar.

Lögregla gat ekkert gert fyrir farþegana heldur urðu þeir að leita á skrifstofu sýslumanns. Frá og með 24. nóvember sl. eru framlengd vegabréf ekki gild ferðaskírteini. Sam­kvæmt regl­um Alþjóða flug­mála­stofn­un­ar­inn­ar (ICAO) er gerð sú krafa að vega­bréf þurfi að vera vél­les­an­legt til að telj­ast gilt ferðaskil­ríki. Ef vega­bréf hef­ur verið fram­lengt telst það ekki leng­ur vél­les­an­legt vega­bréf og því ekki gilt sem ferðaskil­ríki.    

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa breytingarnar þó almennt gengið vel og virðast upplýsingar um þær hafa skilað sér nokkuð vel. Flugfélögin hafi einnig lagt sitt af mörkum við að kynna breytingarnar.

Lögreglan á Suðurnesjum framlengdi áður sjö til tíu vegabréf á degi hverjum og var tekin upp sú regla, eftir að breytingarnar lágu fyrir, að afhenda þeim sem fengu framlengingu upplýsingar um þær.

Þeir sem hafa nú und­ir hönd­um fram­lengd vega­bréf og þurfa á flýtiút­gáfu nýs vega­bréfs að halda munu greiða fyr­ir slíka út­gáfu sama gjald og um venju­lega út­gáfu væri að ræða til næstu ára­móta gegn fram­vís­un fram­lengds vega­bréfs. 

Um­sókn um vega­bréf tek­ur að jafnaði 9 virka daga, þar er meðtal­inn send­ing­ar­tími á um­sókn­arstað eða til um­sækj­anda (inn­an­lands). At­hugið að ekki er hægt að sækja vega­bréf í af­greiðslu Þjóðskrár Íslands nema þegar um hraðaf­greiðslu er að ræða.

Frétt mbl.is: Gætu þurft neyðarvegabréf

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert