Án samnings frá 2011

Ekkert gengur í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðar
Ekkert gengur í kjaraviðræðum sjómanna og útgerðar mbl.is/RAX

Stéttarfélög sjómanna, vélstjóra og skipstjórnenda hafa enn ekki gert nýjan kjarasamning við útgerðarmenn. Samningar hafa verið lausir frá árinu 2011 og kjaradeilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá 2012. Snertir deilan á fimmta þúsund sjófarendur.

Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins, segir fundi hafa verið haldna reglulega í húsakynnum sáttasemjara síðan í haust en enginn árangur orðið.

„Þessi deila er búin að standa svo lengi að sáttasemjari er hættur að telja okkur upp um ógerða samninga,“ segir Hólmgeir í umfjöllun um mál þetta mí Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert