Meirihluti hefur áhyggjur af súrnun sjávar

Í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands á tímabilinu 23. september til 5. október kemur fram að meirihluti aðspurða, eða um 55%, hafa miklar áhyggjur af súrnun sjávar af völdum losun koltvísýrings vegna bruna á kolum, olíu og bensíni.

Þetta er í samræmi við aðra spurningu könnunarinnar, en þar sögðust 67,4% aðspurða telja mikla þörf á að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða til að draga úr losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegunda, segir í fréttatilkynningu Náttúruverndarsamtakanna.

Í dag hefst leiðtogafundar Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í París. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert