Aksturs- og dagpeningar lækkuðu um mánaðamótin

Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið að lækka akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana.

Almennt gjald var fyrir fyrstu 10 þúsund kílómetrana 116 krónur fyrir kílómetrann en verður nú 110 krónur frá 1. desember, sem er 5,2% lækkun. Frá 10 þúsund kílómetrum til 20 þúsund kílómetra lækkar gjaldið úr 104 krónum í 99 krónur, eða um 4,8% og gjaldið umfram þá kílómetra lækkar úr 93 krónum í 88 krónur.

Aki starfsmaður um torfæra vegi skal bæta 45% álagi á almenna gjaldið sem gildir við akstur á malbikuðum vegum, annað gjald gildir á akstri á malarvegum og torfærugjald miðast við akstur utan vegar og einungis jeppafært.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert