Fylgi ríkisstjórnarinnar eykst

Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist talsvert á milli mánaða samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Stuðningur við hana mælist nú 39% en var 35% fyrir mánuði. Píratar hafa sem fyrr mest fylgi samkvæmt könnuninni eða 33% en fylgi þeirra minnkar um 2%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur í stað og er tæp 25%.

Fylgi framsóknarflokksins mælist 12% og eykst um 2%, fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er 11,4%, fylgi Samfylkingarinnar er um 10% og fylgi Bjartrar framtíðar 3,9%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert