Zúistar: Ádeila á kerfið eða svik?

Undanfarnar vikur hefur trúfélagið Zuism orðið eitt af stærri trúfélögum ...
Undanfarnar vikur hefur trúfélagið Zuism orðið eitt af stærri trúfélögum landsins. Mynd/Facebooksíða Zúista

Síðan trúfélagið Zúsistar á Íslandi (skráð sem Zuism hjá sýslumanni) gaf út að það ætlaði að endurgreiða fólki sóknargjöld hefur fólk hrúgast í söfnuðinn. Á sama tíma hafa margar spurningar vaknað upp um félagið og þá sem stjórna því. Í gær sagði RÚV frá því að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra væru tveir bræður skráðir fyrir trúfélagi Zúista. Var jafnframt rifjað upp að þeir væru grunaðir um umfangsmikil fjármunabrot í tengslum við hópfjármagnanir á netinu. Í kjölfarið kom forsvarsmaður félagsins í Kastljós og sagði að bræðurnir væru ekki tengdir félaginu.

En hvernig geta einstaklingar sem eru skráðir fyrir félagi ekki verið tengdir því? Mbl.is ákvað að skoða aðeins hvað felst í því að stofna trúfélag, hvaða skyldur fylgja því og hver fái þá fjármuni sem úthlutað verður.

Réttindi og skyldur trúfélaga

Halldór Þormar Halldórsson, umsjónamaður sérverkefna hjá sýslumanni og umsjónarmaður skráningar trúfélaga segir að allir geti í raun stofna trúfélög samkvæmt stjórnarskránni. Til viðbótar við það séu sérlög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, en hægt er að sækja um opinbera skráningu. Í því felast réttindi og skyldur og þá myndast réttaráhrif, t.d. með því að forstöðumanni verður heimilt að gefa saman fólk í hjúskap. Þá fá skráð trúfélög hlutdeild í því sem ríkið innheimtir í sóknargjöld, en það er rúmlega 10 þúsund krónur á ári.

Vegna greiðslnanna úr ríkissjóði og réttaráhrifanna sem forstöðumaðurinn fær er haft opinbert eftirlit öllum trúfélögum. Það felst meðal annars í því að þau þurfa að skila inn ársskýrslu um reksturinn og upplýsingum um breytingar á ráðstöfun fjármuna. Segir Halldór að í raun dugi skil á ársreikningi til þess síðar nefnda.

Þarf að byggja á átrúnaði

Í lögum um trúfélög og lífsskoðunarfélög kemur fram að skilyrði fyrir skráningu trúfélags sé að félagið byggi á átrúnaði eða kennisetningum og að félagið hafi náð fótfestu og sé með virka og stöðuga starfsemi. Þá þurfi félagið að sjá um tilteknar athafnir, eins og giftingar, skírnir eða nafnagiftir. Halldór segir auðvitað matskennt hvað séu reglulegar athafnir en að það þurfi alla jafna að vera einhver starfsemi í hverjum mánuði. Hægt er að afturkalla leyfi trúfélaga uppfylli það ekki þessar skyldur, en þá þarf að gæta meðalhófs og er meðal annars send áskorun á trúfélagið að bæta sig. Þá getur trúfélag kært ákvörðun um afskráningu til innanríkisráðuneytisins.

Þess má geta að zúismi er ein elstu trúarbrögð heims og má rekja aftur til forn-súmera. Á heimasíðu félagsins er þetta útlistað nánar: „Zuism byggir á ritum frá Súmeríu sem er talin elsta siðmenning heimsins og trú þeirra er einnig sú elsta sem vitneskja er um. Það er trú Zúista að Zuismi og forn-súmersk trú sé grunnurinn að öllum helstu trúarbrögðum sem iðkuð eru í dag. Zuism er kominn af forn súmerskum trúarbrögðum. Við trúum að alheiminum sé stjórnað af af hópi lifandi vera, sem hafa mannlega mynd en eru ódauðlegar og búa þær yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þessar verur eru ósýnilegar augum manna og leiðbeina og stjórna alheiminum í samræmi við vel lagðar áætlanir og lögmál.“

Forstöðumaðurinn hefur æðsta vald

Fyrir hvert trúfélag er skipaður forstöðumaður, en hann er almennt andlit trúfélagsins út á við og andlegur leiðtogi, eigi það við. Trúfélagið sjálft er ekki lögaðili eða með kennitölu, en samhliða trúfélaginu er oftast rekið rekstrarfélag sem sér um daglegan rekstur félagsins, fasteignir, móttöku sóknargjalda o.s.frv. Það er einmitt þarna sem mesti misskilningurinn er í sambandi við félag Zúista og hver það er sem taki ákvarðanir um nýtingu fjármunanna.

Zúistar hafa gefið út að þeir séu að klára þá vinnu að stofna nýtt rekstrarfélag til að losna við fyrri stjórnendur félagsins af öllum skrám. Halldór staðfestir að ákvörðunarvald um hvert fjármunir renni sé í höndum forstöðumanns, en málið geti þó í einhverjum undantekningar tilfellum verið flóknara en svo. Þannig hafi rekstrarfélögin oftast stjórn og mögulega sé í lögum trúfélaganna að finna ákvæði sem feli stjórn rekstrarfélagsins slíkt ákvörðunarvald, slíkt þurfi þó að vera sérstaklega tilgreint.

Þær spurningar sem hafa komið upp hvort fjármunir Zúista muni renna til fyrrgreindra bræðra virðist því vera hægt að svara með því að núverandi forstöðumaður, sem sýslumaður hefur staðfest að sé Ísak Andri Ólafsson,  geti látið breyta um rekstrarfélag á bak við trúfélagið og látið leggja sóknargjöld þar inn. Hafa Zúistar gefið út að skriffinnska í kringum málið hafi verið tafsöm, en að liggja muni fyrir upplýsingar um fyrirkomulagið í þessari viku eða þeirri næstu. Verður þá að fullu ljóst hvernig þessum málum verður háttað og hvaða stjórn verður yfir nýja rekstrarfélaginu.

Meðal hugmynda sem fram hafa komið um trúarstað Zuista. Hér ...
Meðal hugmynda sem fram hafa komið um trúarstað Zuista. Hér er grunnhugmynd að pýramíðahofi í Reykjavík. Mynd/Facebooksíða Zúista

Ekki einhver „dúddi út í bæ“

Verður þá meðal annars kynntur endurskoðandi félagsins, en stjórnin hefur gefið út að hún muni ekkert koma að sóknargjöldunum sjálfum eða fjármunum félagsins. Ísak staðfestir við mbl.is að um sé að ræða styrka aðila í þessum geira, „ekki einhver dúddi út í bæ.“

Zúistar hafa sagt að þeir muni greiða sóknargjöldin til baka, að frádregnum umsýslukostnaði fyrir endurskoðanda og lögfræðinga. Aðspurður hversu mikill sá kostnaður verði segir Ísak að það sé ekki enn komið í ljós, en að stjórnin hafi lagt upp með skýr markmið í upphafi. Segir hann að allir hefðu lagt nafn sitt undir í þessu máli og ef það liti út fyrir að kostnaður væri mikill meirihluti af tekjum, þá myndu þau slíta félaginu.

Vonir til að umsýslukostnaður verði undir 800 krónum

Hann segir að ósk stjórnenda sé að kostnaðurinn verði ekki mikið meiri en um 800 krónur á hvern einstakling, þannig að hægt væri að greiða út meira en 10.000 krónur af hverjum sóknargjöldum.  Segir hann að miðað við viðtökurnar síðustu daga megi þó gera ráð fyrir að hlutfallslegur kostnaður á hvern og einn verði enn lægri. Til að setja þetta í samhengi verða heildarsóknargjöld sem söfnuðurinn fær til sín um 30 milljónir króna miðað við að félagsmenn séu um þrjú þúsund talsins.

Helsta umkvörtunarefni Ísaks er þó að endurgreiðsla sem þessi verður að öllum líkindum skattlögð. Segir hann það skýrt dæmi um tvísköttun, því eftir að fólk hefur greitt skattana verður tíu þúsund kallinn ekki nema um sex þúsund.

Félagið fær sóknargjöld greidd mánaðarlega frá ríkinu en hefur sagt að endurgreiðsla til félagsmanna muni verða einu sinni eða tvisvar á ári til að draga úr umsýslukostnaðinum.

Gifting og nafnagjöf á 100 milljónir

Eins og fyrr segir fylgja því líka skyldur að halda úti trúfélagi. Meðal annars að forstöðumaður safnaðarins geti gift fólk, séð um útfarir og annað slíkt. Ísak segir að hans skoðun sé að nafngiftir og annað slíkt eigi að fara fram hjá sýslumanni. „Við munum fylgja lögum, en þetta er einnig ádeila á kerfið,“ segir Ísak, en félagið auglýsir verðskrá sína á netinu og kostar þar gifting eða nafnagjöf 100 milljónir. Ísak tekur fram að þessu muni fylgja ágætist partý, en að restin muni fara til góðgerðamála.

Hann segist ekki búast við að margir muni nýta sér þessa þjónustu, „en auðvitað vonar maður að hægt sé að gefa þetta til góðgerðamála,“ segir hann og hlær.

Fyrsta nafngreinda skáld mannkynssögunnar

Varðandi skylduna um reglulega fundi segir Ísak að félagið stefni á að halda utan um slíkt starf. Reyndar hafi fjöldinn aðeins breytt öllum áformum um það, en að nú sé í gangi hugmyndavinna við að finna hvernig hægt sé að halda reglulega viðburði fyrir svo stórt félag. Útilokar hann ekki að slíkt muni m.a. fara fram á ölstofum landsins.

Fyrsti viðburðurinn sem félagið lagði nafn sitt við var ljóðakvöld sem bókmenntafræðingurinn Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir hélt í gær. Þar fór hún með ljóð fyrstu nafngreinda skálds mannkynssögunnar, akkadísku hofgyðjunnar Enhedúanna sem samdi ljóð á súmersku til gyðjunnar Inönnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

2,2 milljarðar í viðhald fasteigna

20:30 Reykjavíkurborg mun í ár verja um 2,2 milljörðum til viðhalds fasteigna á vegum borgarinnar. Þar af fara 620 millj­ón­ir til átaks­verk­efna í viðhaldi í 48 leik- og grunn­skólum borgarinnar. Höfundar skýrslu um ytra ástand leikskóla telja „viðhaldsskuld“ borgarinnar þegar vera orðna mikla. Meira »

Urðu næstum fyrir heyrúllum

20:29 Tvær heyrúllur rúlluðu af palli vörubíls út á veginn við Mývant fyrr í kvöld. Engin slys urðu á fólki en umferð stöðvaðist þar til tvær konur tóku sig til og ýttu heyrúllunum út af veginum. Meira »

6.000 kílómetra leið á traktor

20:00 Tíunda júní hófst Íslandsför Þjóðverjans Heinz Prien, en hann ólíkt öðrum ákvað að ferðast um landið á 54 ára gamalli dráttarvél af gerðinni Hanomag með húsvagn í eftirdragi. Meira »

„Verið að slá ryki í augun á fólki“

19:54 Sigurmundur Gísli Einarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Tours í Vestmannaeyjum, segir að það sé verið að slá ryki í augun á fólki með umræðu um að leigja tvíbyttnuna Akranes til að sigla milli lands og Eyja. Meira »

John Snorri lagður af stað

18:58 John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. Meira »

Lögreglumennirnir áfram við störf

18:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi nú í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna máls tveggja lögreglumanna sem kærðir hafa verið fyrir brot í starfi. Eru mennirnir sakaðir um harðræði við handtöku manns í Kópavogi í vor og greindi Fréttablaðið frá málinu í dag. Meira »

Héldu að þeir væru að drukkna

17:44 Skipverjarnir þrír á bandarísku skútunni, sem lentu í vandræðum suðvestur af Íslandi aðfaranótt miðvikudags, eru allir þaulreyndir sjómenn, að sögn eiginkonu eins þeirra. Skútan var rafmagnslaus og með brotið mastur þegar rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son, sem hafði verið að störfum skammt frá, kom að skútunni. Meira »

Hjóla í þrjá daga samfleytt

18:15 Fyrirtækið Made in Mountains stendur fyrir Glacier 360-fjallahjólakeppninni sem fram fer dagana 11.-13. ágúst. Um er að ræða fyrstu stigakeppnina sem haldin er hérlendis eftir að Ísland var samþykkt inn í alþjóðahjólreiðasambandið. Keppendur munu hjóla í þrjá daga, meðal annars meðfram Langjökli. Meira »

Biskupstungnabraut opnuð eftir árekstur

16:45 Umferðarslys varð á Biskupstungnabrautinni, við gatnamót Grafningsvegar vestan við brúna yfir Sogið hjá Þrastarlundi, um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi lentu þrír bílar þar í umferðaróhappi og urðu verulegar skemmdir á tveimur þeirra. Meira »

Þurfti aðstoð lögreglu vegna farþega

16:44 Lögregla var kölluð út í tvígang í dag á bryggjuna í Vestmannaeyjum vegna ósáttra farþega Herjólfs. „Það er engin ástæða til að hvíla stálið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem kallar eftir því að skipið verði látið sigla allan sólarhringinn þegar þörf krefur. Meira »

Auglýsing um starfið kom á óvart

15:25 Yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans segir það hafa komið honum á óvart að staða hans hafi verið auglýst laus til umsóknar án þess að hann hafi sagt upp starfinu eða verið sagt upp. Þá segir hann það einnig hafa komið á óvart hvernig auglýsingin var orðuð. Meira »

Biskupstungnabraut lokuð vegna slyss

15:17 Lögregla hefur lokað Biskupstungnabraut við Grafningsveg vegna umferðarslyss en veitir ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Meira »

Valitor varar við kortasvikum

14:28 Valitor varar við svikatölvupóstum til korthafa, þar sem þeir eru beðnir um að opna hlekk í póstinum og gefa upp kortaupplýsingar, auk Verified by Visa-númers sem korthafar fá sent í sms-skilaboðum. Meira »

Yfir 500 skjálftar í hrinunni

13:45 Mjög hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni sem hófst austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærmorgun. Smá hrina var í morgun en annars hefur hún verið í rénun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Yfir 500 skjálftar hafa mælst í hrinunni. Meira »

Verði dýpið til vandræða geti ferjan aðstoðað

13:34 Að sögn rekstrarstjóra Eimskips getur ferjan Akranes höndlað dýpið við Landeyjarhöfn jafnvel betur en Herjólfur. Undanfarið hafi dýpið á svæðinu minnkað og því hafi Herjólfur þurft að fresta ferðum. Þá geti ferjan aðstoðað ef að til þess komi. Meira »

Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

14:00 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. Meira »

Sekkur líklega á næstu klukkutímum

13:41 Ólíklegt er að náist að bjarga bandarísku skútunni sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu aðfaranótt miðvikudags. Skipverjarnir eru enn um borð í rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni en áætlað er að þeir komi í land í kvöld eða fyrramálið. Meira »

Leggur af stað á toppinn kl. 17

12:53 John Snorri Sigurjónsson, sem hyggst verða fyrstur Íslendinga upp á topp K2 í Pakistan, leggur af stað úr fjórðu og jafnframt síðustu búðunum upp á topp klukkan 17 að íslenskum tíma. Áætlað er að það taki rúmlega tíu klukkustundir að klífa upp á topp. Meira »
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
Heima er bezt tímarit
6. tbl. 2017 Þjóðlegt og fróðlegt Áskriftarsími 553 8200 www.heimaerbezt.net ...
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
Húsbíll til sölu
Ford Transit Rimor húsbíll. Nýskr 30.05.2008. Ekinn 84þús. Vél 2.2. 5 gíra. Ey...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...