Táningar ganga þvert yfir Ísland

Úr stiklunni fyrir ferðalagið.
Úr stiklunni fyrir ferðalagið. Skjáskot af Vimeo

Fjórir ungir Bretar lögðu í vikunni upp í göngu þvert yfir yfir Ísland. Frá þessu greinir vefurinn Gear Junkie en þar segir að göngumennirnir séu allir tvítugir eða yngri. Hið 400 kílómetra ferðalag drengjanna verður tekið upp og því deilt með umheiminum á netinu auk þess sem til stendur að búa til kvikmynd í fullri lengd. Hefur leiðangurinn fengið titilinn „The Coldest Crossing“.

Charlie Smith, Angus Dowie, Stefan Rijnbeek og Archie Wilson fóru frá heimilum sínum á þriðjudag og hugðust hefja gönguna frá Rifstanga í gær. Eru þeir í fylgt fjallgöngumannsins Renan Ozturk og kvikmyndagerðarmannsins og ljósmyndaransTaylor Rees.

Þeir munu nota heimagerða sleða sem vega yfir 40 kg til að draga vistir sínar með sér. Hægt er að fylgjast ferð þeirra hér.

Í stiklunni fyrir ferðalagið hér að neðan segja piltarnir frá því að markmið þeirra sé að verða fyrsti hópurinn til að ganga þvert yfir Ísland að vetri til án stuðnings. Segjast þeir vilja hvetja ungt fólk til meiri útiveru og ævintýralegri ferðalaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert