Vilja drengina aftur til landsins

Unnur Ösp Stefánsdóttir talaði á fundinum.
Unnur Ösp Stefánsdóttir talaði á fundinum. mbl.is/Styrmir Kári

„Það ríkti góður andi og mikil samstaða í dag,“ segir Una María Óðinsdóttir skipuleggjandi samstöðufundar á Austurvelli sem haldinn var til stuðnings albanskra drengja sem vísað var úr landi í síðustu viku. 

Una segir að þrátt fyrir að verið sé að endurskoða málið sé mikilvægt að ítreka að það sé ekki komið í höfn. „Það þarf að halda áfram að ræða þetta og þrýsta á stjórnvöld að koma þessu í gegn. Við viljum fá drengina aftur til landsins og það sem fyrst.“

Um 400 manns sýndu samstöðu sína á fundinum sem hófst klukkan 17:00 í dag á Austurvelli. Ræðumenn fundarins voru Una María ásamt Bergi Þór Ingólfssyni, Unni Ösp Stefánsdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Auði Jónsdóttur. Þar að auki flutti Lay Low og Magga Stína og barnkór tónlist.

Frétt mbl.is - „Þetta er alls ekki búið“

Um 400 manns mættu og sýndu samstöðu í dag.
Um 400 manns mættu og sýndu samstöðu í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Mál drengjanna og fjölskyldna þeirra hefur vakið athygli en þeir eru báðir langveikir. Fjölskyldunum var neitað um hæli og vísað úr landi. Þær eru nú aftur komnar til Albaníu og hafa íslenskir læknar haldi því fram að í heimalandinu muni drengirnir ekki fá þá læknisþjónustu sem þeir þurfa. Annar þeirra er hjartveikur en hinn með slímseigjusjúkdóm sem er lífshættulegur.

Fyrr í dag var greint frá því á mbl.is að fjölskyldurnar hefðu báðar sótt um íslenskan ríkisborgararétt og eru umsóknirnar nú í skoðun hjá allsherjanefnd Alþingis.

mbl.is/Styrmir Kári


mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert