Rafskutlur á Þingvöllum

Ferðamenn í Almannagjá.
Ferðamenn í Almannagjá.

Til skoðunar er að loka bílastæðum næst þinghelginni á Þingvöllum og útbúa stæði við Langastíg, á hrauninu ofan Almanna- og Stekkjargjár.

Þar liggur vegurinn sem ekið er um þegar komið er að Þingvöllum úr vestri frá Reykjavík. Yrðu ferðamenn sem um svæðið fara þá fluttir af bílastæðunum nýju á rafskutlum að Öxarárfossi, Lögbergi, Almannagjá og fleiri nærliggjandi stöðum í nágrenni þinghelginnar.

Þingvellir eru á heimsminjaskrá UNESCO, sem staður er hefur verndargildi á heimsvísu. Þurfa aðgerðir og framkvæmdir á svæðinu að taka mið af því, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert