Víða vægt frost

Hitaspá kl. 8 í fyrramálið.
Hitaspá kl. 8 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa spáir norðaustan og austan 5-15 m/s, hvassast norðvestantil en við suðurströndina á morgun. Víða dálítil snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning og frostlaust syðst.

Á þriðjudag:
Norðaustan 10-15 og slydda eða snjókoma á Vestfjörðum, annars suðvestan 5-10 og él, en úrkomulítið NA-til. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag (Þorláksmessa):
Norðan 8-13 m/s, en vestlægari syðst. Víða dálítil snjókoma eða él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við S-ströndina.

Á fimmtudag (aðfangadagur jóla):
Norðaustanátt og él, en að mestu þurrt á S- og SV-landi. Kólnar talsvert.

Á föstudag (jóladagur):
Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en él við NA-ströndina og einnig syðst á landinu. Talsvert eða mikið frost.

Á laugardag (annar í jólum):
Suðlæg átt og él, en þurrt og bjart fyrir norðan. Frost 0 til 12 stig, kaldast N-lands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt, með úrkomu og hlýnandi veðri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert