Friðargangan í Reykjavík: Myndir

Hamrahlíðarkórinn og kór MH söng í göngunni.
Hamrahlíðarkórinn og kór MH söng í göngunni. Eggert Jóhannesson

Hin árlega friðarganga á Þorláksmessu fór fram í Reykjavík og fleiri stöðum á landinu í kvöld. Hefur hún verið fastur liður í jólahaldinu frá árinu 1981, en gengið er frá Hlemmi niður á Austurvöll. Ljósmyndari mbl.is var á staðnum og tók myndir af göngufólki.

Að göngu lokinni flutti Andri Snær Magnason rithöfundur ávarp, en fundarstjóri var Tinna Önnudóttir Þorvalds leikkona. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð sungu í göngunni og í lok fundar. Umsjón var að venju í höndum samstarfshóps friðarhreyfinga.

Frá friðargöngunni í kvöld.
Frá friðargöngunni í kvöld. Eggert Jóhannesson
Eins og vanalega var göngufólk með kerti.
Eins og vanalega var göngufólk með kerti. Eggert Jóhannesson
Frá göngunni í kvöld.
Frá göngunni í kvöld. Eggert Jóhannesson
Bæði ungir og þeir sem eldri eru mættu í gönguna.
Bæði ungir og þeir sem eldri eru mættu í gönguna. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert