Þyrfti að henda Össuri öfugum út

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir það uppspuna frá rótum að hann sé að hætta í stjórnmálum. 

„Það gerist ekki nema Samfylkingin hendi mér öfugum út í prófkjöri - og þau um það ef þau vilja fleygja út sínum fyrsta formanni og þeim eina sem hefur nokkru sinni náð þeim upp fyrir 30 prósent í kosningum,“ segir Össur á Facebook-síðu sinni, og bætir við: „Tvisvar fremur en einu sinni“.

Hann segir flokkinn þurfa að bera sig með atkvæðum til að koma sér út. Með lýðræðislegum hætti.

„Það mun ekki gerast því ég mun halda uppteknum hætti og sigra hvern sem er í slíku kjöri. Ég hef nefnilega stuðninginn sem um munar - grasrótina,“ segir Össur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert