Funduðu til klukkan fjögur í nótt

Fundað var í nótt án þess að árangur náðist.
Fundað var í nótt án þess að árangur náðist. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fundað var í Straumsvíkurdeilunni frá klukkan 19.30 í gærkvöldi til klukkan 4 í nótt án þess að árangur náðist.

„Þetta var í fyrsta skipti sem menn fóru í það að ræða efnislega þetta stóra ágreiningsmál varðandi verktöku starfsmanna. Eftir að við höfðum teygt okkur eiginlega lengra en við ætluðum okkur dugði það ekki,“ segir Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík.

Hann segir það vonbrigði að enginn árangur hafi náðst eftir þessa löngu fundarsetu. „Það eru veruleg vonbrigði vegna þess að við lögðum okkur alla fram og ég ætla að þeir hafi gert það líka.“

Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsti fundur í deilunni verður haldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert