Íslendingur valdamikill smyglari

Frá Salto del Guairá þar sem Guðmundur Spartakus er sagður …
Frá Salto del Guairá þar sem Guðmundur Spartakus er sagður starfa. Ljósmynd/Wikipedia

Guðmundur Spartakus Ómarsson, íslenskur karlmaður á fertugsaldri sem saknað hefur verið um langt skeið í Parag­væ, er samkvæmt frétt sem birtist í þarlendum fjölmiðli valdamikill eiturlyfjasmyglari með umfangsmikla starfsemi þar og í Brasilíu. 

Kemur þetta fram í frétt á heimasíðu Ríkisútvarpsins (RÚV).

Þar segir einnig, og vitnað til nafnlausar heimildamanna í brasilísku fíkniefnalögreglunni, að Guðmundur Spartakus notist við fölsuð skilríki sem sýna hann vera þýskan fasteignasala sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu.

Er Guðmundur Spartakus sagður starfa í bæjunum Amambay og Salto del Guairá, en þeir eru skammt frá landamærum Paragvæ og Brasilíu. Greint hefur verið frá því og þá vitnað í föður Guðmundar Spartakusar að sá segist hafa heyrt seinast í syni sínum á Skype. Á það að hafa gerst um áramótin síðustu. Parag­væsk yf­ir­völd segjast hins vegar ekki hafa frétt af mann­in­um frá því í nóv­em­ber 2013 þegar hann var stöðvaður af lög­reglu.

Talið er líklegt að Guðmundur Spartakus hafi verið í samskiptum við annan Íslending, Friðrik Kristjánsson, sem saknað hefur verið frá því á vormánuðum 2013. Leikur grunur á að Guðmundur Spartakus hafi gert honum mein.

Fréttavefurinn ABC Color í Paragvæ segir Guðmund Spartakus vera einn höfuðpauranna á bak við umfangsmikið smygl á kókaíni frá Suður-Ameríku til Evrópu auk e-taflna frá Evrópu til Suður-Ameríku. Smyglið fór fram í Brasilíu en heimildarmenn ABC koma úr röðum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu. RÚV vitnar til þessa.

Þá segir einnig að lögreglumenn í Brasilíu hafa handtekið einstaklinga með ríkisfang í Brasilíu og Íslandi sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar Spartakus. Smygla átti fíkniefnunum til Evrópu.

Fyrri frétt mbl.is:

Áhöld um hvarf Íslendings í Brasilíu

Uppfært 15.1.2016: Upphaflega stóð í fréttinni að lögregla í Paragvæ teldi Guðmund Spartakus valdamikinn eiturlyfjasmyglara og að hann búi yfir fölsuðum skilríkjum. Því var breytt til samræmis við frétt ABC Color þar sem það er haft eftir og ráðið af upplýsingum heimildamanna í brasilísku fíkniefnalögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert