Gjaldið lækki um 0,5% á árinu

Tryggingagjaldið sem atvinnurekendur inna af hendi af lækkar.
Tryggingagjaldið sem atvinnurekendur inna af hendi af lækkar. mbl.is/Golli

Ríkisstjórnin hefur á tveimur síðustu fundum sínum, í gær og á föstudag, fundað um með hvaða hætti stjórnvöld komi að því að tryggja að kjarasamningar haldi.

Fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að stefnt sé að því að tryggingagjald lækki í áföngum um 0,5% á þessu ári og verði fyrsta skrefið til lækkunar stigið fyrrihluta febrúarmánaðar, sem gæti þýtt yfir fjögurra milljarða króna lækkun í álögum á atvinnulífið á þessu ári.

Ríkisstjórnin hefur gefið Samtökum atvinnulífsins fyrirheit um að tryggingagjaldið lækki á gildistíma kjarasamninganna til 2018. Lækkunin verði þó ekki lögfest þar sem ríkisstjórnin vilji geta tekið frekari skref til lækkunar á gjaldinu, samkvæmt aðstæðum í þjóðfélaginu hverju sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert