Í gallabuxum í kistuna

Misjafnt er hvernig fólk er klætt þegar það er lagt …
Misjafnt er hvernig fólk er klætt þegar það er lagt til hinstu hvílu. Sífellt fleiri eru nú í eigin fatnaði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Um 30-40% Íslendinga eru í eigin fötum þegar þeir eru lagðir til hinstu hvílu.

Þetta er talsverð breyting frá því sem áður var, en fram undir árið 2000 voru allflestir jarðaðir í líkklæðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Talsverður kynjamunur er á klæðaburði hinna látnu; konurnar eru oftast afar fínar eins og þær séu að fara á mannamót. Eldri karlar eru gjarnan í jakkafötum og með bindi, en þeir yngri eru í frjálslegri klæðnaði, oft í gallabuxum og bol eða í búningi uppáhaldsfótboltaliðs síns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert