„Maður er í algjörri bómull hérna“

„Ég held bara ekki að við hefðum getað gert þetta nema af því að þau eru svona frábær á þessari deild,“ segir Ólafur Fannar Heimisson, nýbakaður faðir nýbura, um dvölina á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Haldið er upp á 40 ára afmæli deildarinnar í dag en þar hefur náðst magnaður árangur við að koma í veg fyrir nýburadauða.

Hann líkir dvölinni við að vera vafinn í bómull en drengnum hans lá á að komast í heiminn og gerði það á 28. viku meðgöngu eða tæplega 15 vikum fyrir tímann þegar fóstur hafa venjulega náð 1/3 af fæðingarþyngd og eru rétt farin að opna augun.

Það hefði verið mikil áskorun að koma drengnum á legg fyrir 40 árum en á ríflega 30 árum hefur tilfellum nýburadauða fækkað úr rétt ríflega þremur af hverjum þúsund börnum niður í 0,5 af hverjum þúsund.

mbl.is kom við á vökudeildinni í dag og ræddi við fólkið á deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert