Hófu mokstur klukkan tvö í nótt

Kári Þór Rafnsson, umsjónarmaður grunnskóla Snæfellsbæjar, hreinsar gönguleiðir að skólanum …
Kári Þór Rafnsson, umsjónarmaður grunnskóla Snæfellsbæjar, hreinsar gönguleiðir að skólanum með snjóblásara. mbl.is/Alfons

Snjóruðningstæki í Ólafsvík fóru af stað um tvöleytið í nótt til að ryðja götur bæjarins sem voru orðnar þungfærar eftir ofankomu gærdagsins. Í dag hefur snjóað töluvert en veðrið er þó mun skárra en í gær enda töluvert minni vindur.

Veðurspá næsta sólarhringinn: 

Austan og norðaustan 10-20 m/s, hvassast norðantil. Snjókoma á köflum. Norðaustan 8-15 og dálítil él undir kvöld. Hvassari um tíma í nótt. Frost 0 til 5 stig.

Á myndinni má sjá Kára Þór Rafnsson, umsjónarmann grunnskóla Snæfellsbæjar, hreinsa gönguleiðir að skólanum með snjóblásara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert