Enn ósamið við 300 sjúkraliða

Sjúkraliðar á baráttufundi.
Sjúkraliðar á baráttufundi.

Enn er ósamið við um 300 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands, sem starfa hjá hjúkrunarheimilum sem rekin eru af sveitarfélögunum. Samningar hafa verið lausir í um níu mánuði.

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður félagsins, segir ekki heila brú í því sem viðsemjandinn, Samband íslenskra sveitarfélaga, bjóði. Í Morgunblaðinu í dag segir hún málið komið á það stig að heyra þurfi í baklandinu með hugsanlegar aðgerðir í huga.

„Það sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður er á allt öðrum nótum en aðrir viðsemjendur félagsins hafa boðið,“ segir Kristín. Hún segist ekki geta nefnt upphæðir eða prósentur í því sambandi, en nefnir dæmi um að félagsliðar, sem ráðnir séu í störf sjúkraliða hjá sveitarfélögunum og starfi við hlið þeirra, yrðu á hærri launum en sjúkraliðarnir ef gengið yrði að tilboði sambandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert