Vill að ISAL fylgi Salek-samningi

Guðmundur segir eðillegt að Rio Tinto Alcan á Íslandi fylgi …
Guðmundur segir eðillegt að Rio Tinto Alcan á Íslandi fylgi stefnu Salek-samkomulagsins.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir það sjálfsagða kröfu að fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins, þar á meðal Rio Tinto Alcan, fari öll sem eitt eftir þeirri stefnu sem var samþykkt með Salek-samkomulaginu á síðasta ári.

 „Ætli alþjóðlegur auðhringur að starfa á Íslandi þá verður hann að átta sig á því að hann verður að starfa eftir þeim leikreglum sem hér eru, en ekki samkvæmt eigin einræðistilburðum,“ skrifar Guðmundur á vefsíðu VM.

„SA verður líka að átta sig á að verkalýðshreyfingin mun ekki vinna að gerð nýs vinnumarkaðsmódels, þar sem fyrirtæki geti haft val um að vera með eða ekki. EF SA gerir þeim ekki grein fyrir stöðunni og eins eftir hvaða leikreglum þeir verði að vinna sem hér starfa,  mun SALEK ekki verða að veruleika.

Ætlum við að láta erlendan auðhring stoppa tilraun til að koma á stöðugleika hér í efnahagsmálum og á vinnumarkaði?,“ skrifar Guðmundur.

Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Endalaust jarm frá stjórnendum

Hann bætir við að „hið endalausa jarm“ frá stjórnendum ISAL um að opna þurfi fyrir aukna verktöku sé fyrirsláttur sem notaður sé til að koma í veg fyrir kjarasamning.

„Við sem samfélag verðum að standa í fæturna og hafna að ofsagróði auðhringanna eigi að ganga fyrir. Svona fyrirtæki verður að sýna samfélagslega ábyrgð vilji það starfa hér og borga góð laun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert