„Vonandi endurskoðar Síminn ákvörðun sína“

Aðsetur Símans við Ármúla.
Aðsetur Símans við Ármúla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákvörðun Símans að segja skilið við krónur og aura hefur vakið töluverð viðbrögð. Nú geta viðskiptavinir Símans ekki lengur greitt reikninga frá fyrirtækinu með reiðufé í Ármúla eins og áður. Þess í stað þurfa þeir að fara í banka og greiða þar.

Með þessari ákvörðun gerist Síminn sekur um lögbrot, segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Frosti bendir í færslu á Facebook á það, að bæði 3. grein laga um gjaldmiðil Íslands og 5. gr. laga um Seðlabanka Íslands kveði á um að seðlar og mynt sem Seðlabankinn gefi út skuli vera lögeyrir allra greiðslna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, að viðskiptavinir geti að sjálfsögðu greitt fyrir reikninga með reiðufé. Það geri þeir í banka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert