Óvissustigi lýst yfir

Bolungarvík á Vestfjörðum.
Bolungarvík á Vestfjörðum. Sigurður Bogi Sævarsson

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið lýst yfir. Spáð er NA-hvassviðri og snjókomu í nótt og versnandi veðri.

Ekki er þó talin hætta í byggð að svo stöddu. Fylgst verður með aðstæðum í nótt. Reiknað er með því að veðrið gangi niður á sunnudag.

Í kvöld og nótt er vaxandi norðaustanátt NV-lands og á morgun er útlit fyrir storm á Vestfjörðum með snjókomu og skafrenningi.

Þegar líður á morgundaginn dreifir hvöss norðanáttin úr sér um N-vert landið með snjókomu, jafnvel talsverðri um tíma, og má því búast við varasömu ferðaveðri á þessum slóðum.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 

Frétt mbl.is: Stefnir í stórhríð víða 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert