Tillögurnar birtar síðar í dag

Fundað verður í stjórnarskrárnefnd í dag samkvæmt heimildum mbl.is þar sem stefnt verður að því að ganga frá lausum endum varðandi tillögur nefndarinnar um þrjár stjórnarskrárbreytingar. Þær snúa að ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, umhverfismálum og því að 15% kosningabærra manna geti kallað eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi.

Stefnt er að því í framhaldi af fundinum að tillögurnar verði birtar á netinu síðar í dag en ekki er gert ráð fyrir að boðað verði til blaðamannafundar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert