Sjö gámar fóru í hafið

mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Helgafell, flutningaskip Samskipa, er nú á leið til Immingham í Bretlandi eftir viðdvöl í Færeyjum í kjölfar þess að brotsjór reið yfir skipið um miðjan dag á laugardaginn. Við það fóru sjö gámar í hafið og þrír skemmdust.

Þetta segir Anna Guðný Aradóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa, í samtali við mbl.is. Hún segir að nú taki tryggingarnar við málinu. Skipið sigldi til Færeyja í kjölfar atviksins þar sem lagt var mat á tjónið og farið yfir skemmdir. 

Frétt mbl.is: Helgafellið missti gáma í brotsjó

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert