Verkfallið mun hefjast á miðnætti

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Félagsdómur hefur sýknað verkalýðsfélagið Hlíf af kæru Rio Tinto Alcan og því mun verkfall félagsins í álverinu í Straumsvík hefjast á miðnætti.

Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna í Straumsvík, er ánægður með niðurstöðuna.

„Ég hefði verið ánægðari ef tíminn hefði verið notaður til að setjast að samningaborðinu og fá niðurstöðu. En þeir völdu að fara þessa leið og niðurstaða liggur fyrir. Ekki tjóar að deila við dómarann,“ segir hann. 

Útskip­un á áli frá ál­verinu mun því stöðvast á miðnætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert