Vill að hausar fjúki vegna Aserta-málsins

Ragnheiður Ríkharðsdóttir.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, gerði að umfjöllunarefni sínu á Alþingi í dag niðurfellingu Aserta-málsins svokallaðs fyrir dómstólum. Málið hafi verið höfðað gegn fjórum ungum mönnum og staðið yfir í sex ár áður en það hafi verið fellt niður.

Mennirnir hefðu verið kærðir fyrir brot á reglum sem hefðu lögskilið samþykki ráðherra. Farið hefði verið rangt af stað með málið og réttur brotinn á einstaklingum. Málið hefði kostað mennina bæði mannorðið og fjármuni. Sama ætti við um mál Seðlabankans gegn Samherja.

Spurði Ragnheiður hver ætlaði að axla ábyrgð á málinu, Seðlabankinn, fjármálaefturlitið eða ríkissaksóknari, og sýna borgurum landsins að svona ætti ekki að fara með fólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert