„Dunda við að koma þessu um borð“

Stjórn og yfirmenn Rio Tinti Alcan ferma skip í Straumsvík.
Stjórn og yfirmenn Rio Tinti Alcan ferma skip í Straumsvík. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þetta er á svipuðum hraða og í gær. Þau eru að dunda við að koma þessu um borð,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Stjórnendur álversins í Straumsvík hafa gengið í störf hafnarverkamanna við útskipun áls annan daginn í röð vegna verkfalls þeirra.

Kolbeinn veit ekki hversu miklu áli hefur verið lestað um borð í flutningaskipið. Um 1.000 tonnum af var lestað síðast þegar stjórnendurnir gengu í störf verkamannanna en skipið tekur 4.000 tonn. 

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, og Katrín …
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og stjórnarmaður Rio Tinto Alcan, við störf á bryggjunni í gær. mbl.is/Golli

Hann segist hafa tilfinningu fyrir því að stjórnendurnir fái verkamennina til að hífa gáma um borð í flutningaskipið á morgun en verkfallið bannar það ekki.

„Þau gætu reynt að þyngja skipið með gámum. Það gætu verið skautleifar í þeim, sem er afgangur af skautum sem fara í endurvinnslu. Þær eru notaðar til að búa til álið í kerjunum,“ greinir hann frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert